Trackwell VMS
Fiskveiðieftirlitskerfi fyrir yfirvöld og eftirlitsstofnanir
Trackwell VMS hefur sjálfkrafa ítarlegt eftirlit með margvíslegum þáttum í atferli skipa, eins og með veiðum á lokuðum svæðum, veiðileyfum, reglulegum skilum á skýrslum og gögnum og fleiru. Kerfið er í notkun hjá Vaktstöð siglinga við öryggiseftirlit með bátum í sjálfvirkri tilkynningarskyldu og við fiskveiðieftirlit með íslenskum og erlendum fiskiskipum. Kerfið uppfyllir alþjóðlegar reglugerðir og staðla um gagnasamskipti milli Íslands og aðliggjandi eftirlitssvæða.