Fiskveiðieftirlitskerfi
Fiskveiðieftirlitskerfi fyrir yfirvöld og eftirlitsstofnanir
Trackwell VMS hefur sjálfkrafa ítarlegt eftirlit með margvíslegum þáttum í atferli skipa, eins og með veiðum á lokuðum svæðum, veiðileyfum, reglulegum skilum á skýrslum og gögnum og fleiru. Kerfið er í notkun hjá Vaktstöð siglinga við öryggiseftirlit með bátum í sjálfvirkri tilkynningarskyldu og við fiskveiðieftirlit með íslenskum og erlendum fiskiskipum. Kerfið uppfyllir alþjóðlegar reglugerðir og staðla um gagnasamskipti milli Íslands og aðliggjandi eftirlitssvæða.
Vitnisburðir
Hvað segja notendur um lausnina
Kerfið hentar þörfum okkar vel, aðallega vegna þess að það er sérstaklega sniðið að þörfum allra þessara mismunandi aðildarríkja sem hafa sérstakar kröfur. Þessi sveigjanleiki er einn af styrkleikum Trackwell VMS.
Upprunalega var Trackwell VMS sett upp árið 2000 og hefur verið í stöðugri notkun síðan. Í gegnum tíðina hefur Trackwell veitt okkur faglega þjónustu og séð til þess að kerfið okkar sé í fremstu röð iðnaðarstaðla.
Hlutverk Trackwell í baráttunni við IUU-veiðar
Málið um ólöglegar, ótilkynntar og stjórnlausar veiðar (IUU) og skaðleg áhrif þeirra eru varla nýtt vandamál. Áratugir ofveiða hafa leitt til yfirvofandi kreppu í fiskistofnum um allan heim, þar sem þeir eru ofnýttir og ósjálfbærir. ÍUU-veiðar eru víðtækt hugtak sem...
Ástralía nýtir íslenska þekkingu við fiskveiðieftirlit
Trackwell vann nýverið útboð fyrir uppsetningu á fiskveiðieftirlitskerfi (e. Vessel Monitoring System) fyrir Ástralíu. Útboðið var á vegum Fiskveiðieftirlitsstofnun Ástralíu (e. Fisheries Management Authority, AFMA) til að vakta víðáttumikla efnahagslögsögu landsins....
Trackwell VMS stýrir fiskveiðieftirliti fjögur þúsund skipa í Kyrrahafinu
Trackwell er sönn ánægja að greina frá því að fyrirtækið hefur nú innleitt tvö ný fiskveiðieftirlitskerfi (e. Vessel Monitoring System, VMS) í Kyrrahafinu hjá Fiskveiðiráði Kyrrahafseyjanna (Pacific Islands Forum Fisheries Agency, FFA) og Fiskveiðnefnd Vestur- og...