Trackwell hf. hefur frá stofnun árið 1996, sérhæft sig í hugbúnaðargerð með sérstakri áherslu á lausnir tengdar fjarskiptum og staðsetningatækni. Trackwell hefur þróað þjónustu sem kallast Trackwell Forðastýring. Hugtakið forðastýring er þýðing á Mobile Resource Management (MRM) og stendur fyrir kerfi sem innifelur verkferla til þess að hafa eftirlit með og stýra notkun forða – hver er að gera hvað á hverjum tíma, hvar og hvernig.
Fjárfestingarkostnaður vegna Trackwell Forðastýringar er lágmarkaður með því að miða kerfisleigusamning einungis við virkar kerfiseiningar og fjölda starfsmanna eða tækja. Rekstarkostnaður er þekktur þar sem ábyrgð, hýsing, þjónusta, rekstur og framþróun kerfa er innifalin í mánaðargjaldi.
Hér má finna fyrirtækjabækling Trackwell:
Forðastýringarlausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir
Maritime
Trackwell Maritime Sjávarútvegslausnir nýtast bæði skipstjórnarmönnum, útgerðum og yfirvöldum við umsjón fiskveiða. Kerfið samanstendur af skráningarbúnaði um borð í skipi og úrvinnslu og vefviðmóti í landi. Einnig býður Trackwell upp á fiskveiðieftirlitskerfi fyrir yfirvöld og eftirlitsstofnanir.
Tímon
Trackwell Tímon er fjölhæft tíma-, verk- og viðveruskráningarkerfi. Með því er einfalt að ná fram yfirsýn yfir tíma, nýtingu og launakostnað. Hægt er að sníða kerfið að öllum kjara-samningum og afbrigðum þeirra; ólíkum vinnutíma og starfshlutföllum, vaktakerfum og orlofsmálum.
Floti
Trackwell Floti til flotastýringar og eftirlits með bílaflotum fyrirtækja. Með Flota er hægt að ná betri nýtingu tækjaflotans, lækka rekstrarkostnað og bæta þjónustu og ímynd í umferðinni. Kerfið býður meðal annars upp á ferlivöktun, aksturslagsgreiningu, viðhaldsvöktun, verk-úthlutun og samskipti við farartæki.