Fiskveiðieftirlitskerfi

Fiskveiðieftirlitskerfi í allra fremstu röð í heiminum í dag

Fiskveiðieftirlitskerfi Trackwell var upphaflega þróað sem öryggiskerfi fyrir Sjálfvirku tilkynningaskylduna í kringum 1998. Fljótlega hófst samstarf við Landhelgisgæslu Íslands og Sjávarútvegsráðuneytið um viðbætur við kerfið vegna fiskveiðieftirlits. Á undanförnum árum hefur Trackwell auk þess átt náið samstarf við Landhelgisgæsluna, Neyðarlínuna og Fiskistofu um áframhaldandi þróun kerfisins og rekstur þess. Þessar stofnanir hafa miðlað af þekkingu sinni og reynslu til tæknimanna Trackwell og gert þeim kleift að þróa kerfið þannig að það er nú í allra fremstu röð slíkra kerfa í heiminum.

 

Umfangsmikið eftirlit í rauntíma

Trackwell VMS kerfið hefur sjálfkrafa ítarlegt eftirlit með margvíslegum þáttum í atferli skipa, eins og með veiðum á lokuðum svæðum, veiðileyfum, reglulegum skilum á skýrslum og gögnum og fleiru.

Kerfið er í notkun hjá Vaktstöð siglinga við öryggiseftirlit með bátum í sjálfvirkri tilkynningarskyldu og við fiskveiðieftirlit með íslenskum og erlendum fiskiskipum.

Trackwell VMS er einnig notað hjá erlendum aðilum við fiskveiðieftirlit, eins og NEAFC (North-East Atlantic Fisheries Commission), Fiskveiðieftirlitsstofnun Ástralíu (e. Fisheries Management Authority, AFMA), Fiskveiðnefnd Vestur- og Mið Kyrrahafs (Western and Central Pacific Fisheries Commission, WCPFC) og Fiskveiðiráði Kyrrahafseyjanna (Pacific Islands Forum Fisheries Agency).

Kerfið uppfyllir alþjóðlegar reglugerðir og staðla um gagnasamskipti milli Íslands og aðliggjandi eftirlitssvæða.