Ný kynslóð af Trackwell Fisheries vefviðmóti, sem er með mörgum spennandi nýjungum, er nú komin í loftið. Viðmótið er þegar aðgengilegt fyrir viðskiptavini okkar og veitir góða yfirsýn yfir afla, veiðiferðir, úthald og framleiðslu um borð.

Flestar stærri útgerðir á Íslandi eru að nýta sér þjónustuna, ásamt nokkrum erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum við N-Atlantshaf

Trackwell Fisheries kerfið er sérstaklega hannað til að nýtast sem best fyrir allar helstu gerðir af snjalltækjum, sem gefur notendum færi að að fá rauntímaupplýsingar beint í símann eða spjaldtölvuna. Viðtökur notenda hafa verið mjög góðar og kerfið er einfalt í notkun. Í kerfinu eru helstu lykiltölur fyrir stjórnendur dregnar saman á aðgengilegan hátt og einnig er hægt að skoða upplýsingar á kortum, gröfum og skýrslum.

ERS-mobile-hvitt

Trackwell Fisheries vefviðmót

Aðgangi er stýrt með notendanafni og lykilorði og kerfisstjórar hjá hverju fyrirtæki geta stýrt aðgangi annarra starfsmanna. Einnig er hægt er að skipta um tungumál á viðmóti með einum hnappi.